Jafnvel drepinn fyrir mistök

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Ungur maður sem var skotinn til bana í Biskopsgården í Gautaborg í síðustu viku tengdist ekki skipulagðri glæpastarfsemi á nokkurn hátt segja ættingjar hans og vinir. Hafin er söfnun fyrir fjölskyldu hans en enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins.

Farhan Ahmed var 24 ára gamall og var nýbyrjaður í verkfræðinámi er hann lést. Vinur hans, Sammy Belhadia, segir að þeir hafi alist upp saman í hverfinu og verið bestu vinir. Ahmed hafi aldrei tengst glæpum heldur verið venjulegur ungur maður sem stefndi á að verða verkfræðingur. 

Aftonbladet hefur eftir yfirmanni rannsóknarinnar á morðinu,  Anders Jonasson, að jafnvel sé talið að Ahmed hafi verið skotinn í mistökum fyrir annan mann en ekki sé hægt að fullyrða þar um að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert