Samskipti við Sádi-Arabíu óbreytt

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, gæti hafa vitað af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Það muni aftur á móti ekki hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja.

„Það gæti vel verið að krónprinsinn hafi vitað af þessum sorglega atburði. Kannski vissi hann það og kannski ekki!“ sagði Trump í yfirlýsingu.

„Kannski munum við aldrei vita allar staðreyndirnar í kringum morðið á Jamal Khashoggi,“ skrifaði hann og bætti við að Bandaríkin muni þrátt fyrir morðið áfram vera bandamaður Sádi-Arabíu.

Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Málið hefur verið vandræðalegt fyrir Bandaríkjastjórn sem hefur verið hliðholl konungsveldinu í Sádi-Arabíu.

Trump hefur undanfarnar vikur ekki viljað taka til greina þau sönnunargögn sem hafa komið upp um aðild stjórnvalda í Sádi-Arabíu að morðinu og að krónprinsinn hafi fyrirskipað það.

Eftir að New York Times greindi frá því að bandaríska leyniþjónustan, CIA, úrskurðaði að krónprinsinn hafi átt þátt í morðinu á Khashoggi þótti ljóst að annaðhvort myndi Trump refsa Sádum á einhvern hátt eða finna leið til að láta málið eiga sig.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...