Vara við salati vegna E.coli

Romaine-salat í matvörubúð í Bandaríkjunum.
Romaine-salat í matvörubúð í Bandaríkjunum. AFP

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa varað neytendur við að borða romaine-salat og eiga þeir að henda því ef þeir eiga það til heima hjá sér. Ástæðan er útbreiðsla E.coli-bakteríunnar.

Aðeins tveir dagar eru þangað til þakkargjörðarhátíðin hefst þar sem bandarískar fjölskyldur hittast og borða saman.

32 manneskjur hafa veikst af völdum E.coli í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, þar af hafa 13 þurft að fara á sjúkrahús. Ein þeirra fékk nýrnabilun. 18 til viðbótar hafa veikst í Kanada, að sögn BBC.

Ekki er búið að finna nákvæmlega út hvernig bakterían barst í salatið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert