Vilja taka Aquarius eignarnámi

Björgunarskipið Aquarius.
Björgunarskipið Aquarius. AFP

Ítölsk yfirvöld hafa fyrirskipað að björgunarskipið Aquarius verði tekið eignarnámi fyrir að hafa losað úrgang með ólöglegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra en samtökin gerðu út skipið ásamt fleiri hjálparsamtökum á Miðjarðarhafi þar sem flóttafólki var bjargað úr sjávarháska.

Skipið er í höfn í frönsku borginni Marseille þar sem ítölsk yfirvöld hafa ítrekað synjað því að leggjast að höfn þar í landi. 

Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum er áhöfn skipsins sökuð um að hafa losað 24 tonn af eitruðum úrgangi líkt og um venjulegt sorp væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert