Finnar handteknir fyrir að dreifa trúarriti

AFP

Fjórir Finnar eru í haldi malasísku lögreglunnar en þeir eru sakaðir um að hafa dreift kristilegum bæklingum á eyjunni Langkawi. Þeir eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm verði þeir fundnir sekir.

Trúarbrögð eru afar viðkvæmt og um leið eldfimt málefni í Malasíu en rúmlega 60% þjóðarinnar eru íslamstrúar. Aukin völd öfgasinna hafa valdið því að dregið hefur úr umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum og þeim sem eru hógværari í trú sinni. 

Um er að ræða tvær konur og tvo karla en þau voru handtekin í gær eftir ítrekaðar kvartanir frá fólki að sögn lögreglu. 

Finnarnir fjórir, sem eru á aldrinum 27-60 ára, voru handteknir á hóteli á eyjunni og hald lagt á penna, stílabók og tösku þeirra. Þeir eru sakaðir um að hafa brotið lög sem banna dreifingu trúarrita. Refsingar við slíku broti eru tveggja til fimm ára fangelsi. 

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Eylenda 1-2, Strandamenn, Jarðarbók Árna og Páls 1-11, frumútg., ...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...