Bannað að gagnrýna krónprinsinn

Mohammed bin Salman.
Mohammed bin Salman. AFP

Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, var við því að gagnrýna krónprins landsins, Mohammed bin Salman, og að kröfur um að hann verði látinn sæta ábyrgð fyrir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi verði ekki liðnar.

Hann lét þessi ummæli falla í gær í kjölfar þess að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hélt uppi vörnum fyrir konungdæmið varðandi hrottafengið morðið á blaðamanninum. 

Trump hrósaði Sádi-Arabíu fyrir að halda olíuverði lágu og segir enga ástæðu til þess að ásaka stjórnvöld um aðild að morðinu. 

Jubeir sagði í viðtali við BBC í gærkvöldi að það væri tvennt sem væri bannað með öllu; að gagnrýna konung landsins, Salman og son hans, krónprinsinn. Þeir séu fulltrúar þjóðarinnar og þjóðin komi fram fyrir þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert