Bannaður á stefnumótasíðum

Ef hann þarf að sitja inni þarf hann ekki að …
Ef hann þarf að sitja inni þarf hann ekki að hafa áhyggjur af reikningnum lengur. AFP

Bandarískur maður sem er þekktur undir heitinu „dine-and-dash“ fyrir að hafa boðið konum á veitingahús og skilið þær síðan eftir með reikninginn, var í vikunni dæmdur í 120 daga skilorðsbundið fangelsi. Honum er jafnframt bannað að nota stefnumótasmáforrit og stefnumótavefi.

Í dómi yfir Paul Gonzales, sem er 45 ára gamall, kemur fram að hann hafi svikið að minnsta kosti tíu konur á tveggja ára tímabili. Sátu þær eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga upp á 950 Bandaríkjadali.

Saksóknarar í Los Angeles sögðu að Gonzales hafi boðið fórnarlömbum sínum í kvöldverði á nokkrum veitingastöðum í Los Angeles. Hann hafi síðan etið og drukkið en látið sig hverfa án þess að greiða reikninginn.

Átta kvennanna segja að þær hafi neyðst til þess að greiða reikningana en í tveimur tilvikum hafi veitingahúsin tekið á sig kostnaðinn. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert