Krefja lögreglu um svör

Emantic Fitzgerald Bradford.
Emantic Fitzgerald Bradford. Ljósmynd/Twitter

Mótmælendur krefjast svara eftir að lögreglan í Alabama í Bandaríkjunum viðurkenndi að hún hefði skotið mann til bana sem ranglega var grunaður um að hafa skotið á fólk í verslunarmiðstöð.

Em­antic Fitz­ger­ald Bra­dford, 21 árs, var skotinn til bana en í upprunalegri tilkynningu frá lögreglu sagði að Bradford hafi tekið upp byssu og hafið skot­hríð eft­ir að slags­mál brut­ust út í versl­un­ar­miðstöðinni.

Yfirvöld hafa nú viðurkennt að Bradford hafi líklega ekki verið byssumaðurinn og að sá maður gangi enn laus.

Um það bil 200 mótmælendur fylktu liði í gær og kröfðu lögreglu um svör.

„Hvar eru upptökurnar úr myndavélum lögreglu? Af hverju höfum við ekki fengið að sjá þær?“ spurði einn mótmælenda. Lög­reglumaður­inn sem skaut Bra­dford hef­ur verið send­ur í tíma­bundið leyfi.

April Pipkins, móðir Bradford, sagði í viðtali að sonur hennar hefði verið með leyfi til að bera skotvopn og líklega hafi hann verið að reyna að verja fólk í verslunarmiðstöðunni.

„Hann reyndi að bjarga fólki en var samt myrtur,“ sagði Pipkins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert