Saka Rússa um að hertaka úkraínsk skip

Úkraínsk yfirvöld hafa áður fullyrt að Rússar hafi komið fyrir …
Úkraínsk yfirvöld hafa áður fullyrt að Rússar hafi komið fyrir stóru flutningaskipi undir brú á rússnesku yfirráðasvæði í Kerch-sundi og hindrað þannig aðgang úkraínskra skipa að svæðinu Azov-hafi. AFP

Yfirvöld í Úkraínu saka rússnesk yfirvöld um að skjóta á og hertaka þrjú skip á vegum úkraínska sjóhersins undan strönd Krímskaga.  

Samkvæmt frétt BBC er um að ræða tvö herskip og dráttarbát. Úkraínsk yfirvöld hafa áður fullyrt að Rússar hafi komið fyrir stóru flutningaskipi undir brú á rússnesku yfirráðasvæði í Kerch-sundi og hindrað þannig aðgang úkraínskra skipa að svæðinu Azov-hafi. 

Spennustig hefur aukist milli ríkjanna á síðustu mánuðum vegna hafsvæðisins á Krímskaga, sem var hertekinn af Rússum árið 2014.

Rússar hafa sakað Úkraínumenn um að fara með ólöglegum hætti inn á rússneskt hafsvæði. Í yfirlýsingu frá úkraínska sjóhernum segir að siglt hafi verið á tvö herskip, Berdyansk og Nikopol, þegar þeir reyndu að yfirgefa svæðið en að för dráttarbátsins hafi verið stöðvuð.

Tvær orrustuþotur og tvær þyrlur hafa fylgst með úkraínsku skipunum hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert