Mikið mannfall í árás vígamanna

Stúlka fær aðhlynningu á sjúkrahúsi efitr árás í borginni Aleppo …
Stúlka fær aðhlynningu á sjúkrahúsi efitr árás í borginni Aleppo í Sýrlandi um helgina. AFP

Árásir hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands hafa á síðustu þremur dögum orðið að minnsta kosti 92 að bana. Þetta er mat mannréttinda- og eftirlitssamtakanna Syrian Observatory for Human Rights sem fylgst hafa með stríðinu frá upphafi þess árið 2011.

Þetta er mannskæðasta árás vígamannanna gegn vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, Lýðræðishernum, hingað til.

Sveitir Lýðræðishersins njóta m.a. stuðnings Bandaríkjanna og hafa síðustu misseri náð nokkrum árangri í austurhluta landsins við að ná yfirráðum yfir svæðum úr höndum vígamanna Ríkis íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert