Nál fannst í jarðarberi

AFP

Nál fannst í jarðarberi í matvöruverslun á Nýja-Sjálandi um helgina en þetta er í annað skiptið sem slíkur aðskotahlutur finnst í jarðarberjum þar í landi frá því í að fjölmargar tilkynningar um slíkt fóru að berast frá Ástralíu. 

Nálin fannst í ávaxtaöskju sem var seld í smábænum Geraldine á Suðureyju. Eigandi verslunarinnar, Garry Sheed, segir að hann hafi í kjölfarið tekið öll jarðarber úr sölu en vildi ekki upplýsa um hvort askjan komi frá Nýja-Sjálandi eða Ástralíu.

Alls bárust um 200 tilkynningar um nálar í jarðarberjum í Ástralíu en ekki voru allar tilkynningarnar sannleikanum samkvæmt. Fimmtug kona sem starfaði við jarðarberjaframleiðslu í Ástralíu var handtekin nýverið í Queensland og ákærð fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá nýsjálenskum yfirvöldum sakaði manneskjuna ekki sem fann nálina í jarðarberinu um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert