NATO boðar til neyðarfundar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Atlantshafsbandalagið hefur boðað til neyðarfundar í höfuðstöðvum sínum í Brussel eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip skammt frá Krímskaga um helgina.

„Að ósk forsetans Poroschenko hefur framkvæmdastjórinn samþykkt að efna til óvenjulegs fundar NATO-Úkraínu-nefndarinnar á meðal sendiherra í Brussel í dag til að ræða ástandið sem er uppi,“ sagði í yfirlýsingu frá NATO.

Áður hafði Jens Stoltenberg rætt í síma við forseta Úkraínu, Petro Poroshenko.

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna hef­ur einnig verið boðað á neyðar­fund í dag vegna málsins. 

Rúss­ar beittu vopn­um gegn úkraínsku her­skip­un­um og saka áhafn­ir þeirra um að hafa farið inn í rúss­neska land­helgi án heim­ild­ar. Aðgerðum Rússa var mót­mælt í Kænug­arði í gær­kvöldi og safnaðist hóp­ur sam­an fyr­ir utan sendi­ráð Rússa í borg­inni.

Mótmælandi kastar dekki til jarðar sem kveikja átti í fyrir …
Mótmælandi kastar dekki til jarðar sem kveikja átti í fyrir utan sendiráð Rússlands í Kænugarði í mótmælaskyni vegna aðgerða Rússa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert