Úrslitin ráðast í bráðabana

Magnus Carlsen (til hægri ) og Fabiano Caruana. Öllum 12 …
Magnus Carlsen (til hægri ) og Fabiano Caruana. Öllum 12 skákum þeirra í heimsmeistaraeinvíginu lauk með jafntefli. AFP

Tólftu og síðustu skák­inni í heims­meist­ara­ein­vígi Magn­us Carlsen og Fabiano Car­u­ana lauk með jafntefli á sjöunda tímanum í kvöld. Carlsen bauð Caruana jafntefli eftir þriggja tíma skák, þrátt fyrir að vera með töluvert meiri tíma á klukkunni og segir Guardian þá ákvörðun hans hafa komið töluvert á óvart.

Hefur þar með öllum skákum einvígisins lokið með jafntefli og er það í fyrsta skipti í 132 ára sögu heimsmeistaraeinvígisins í skák sem það gerist.

Úrslitin einvígisins munu því ráðast í bráðabana sem fer fram næsta miðvikudag. Þar verða leiknar fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að tíu sekúndur bætast við fyrir hvern leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert