Laug að FBI

Paul Manafort var kosningastjóri Donalds Trump.
Paul Manafort var kosningastjóri Donalds Trump. AFP

Bandarískir saksóknarar segja að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hafi brotið samkomulag sem hann gerði við saksóknara með því að ljúga að bandarísku alríkislögreglunni (FBI).

Í ágúst var Manafort dæmdur fyrir fjársvik í tengslum við störf sín sem pólitískur ráðgjafi í Úkraínu. Embætti sérstaks saksóknara sem rannsakar meint afskipti Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 segir að með því að brjóta gegn samkomulaginu sé engin ástæða til þess að fresta refsingu. Lögmenn Manafort segja aftur á móti að þeir telji að upplýsingarnar sem hann hafi lagt fram séu trúverðugar.

Manafort var sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki greint frá innistæðum hjá erlendum bönkum í kjölfar samkomulags sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara í málinu.

Bandaríska forsetaembættið heldur því fram að samkomulagið komi forseta landsins, Donald Trump, nákvæmlega ekkert við.

Í september samþykkti Manafort samkomulag í tengslum við ákæru um samsæri í stað þess að vera samstarfsfús við rannsókn Muellers. En samkvæmt dómsskjölum sem lögð voru fram í gær segir Mueller að eftir að Manafort skrifaði undir samkomulagið hafi hann brotið alríkislög með því að ljúga að FBI og sérstökum saksóknara. Ekki kemur fram hverju Manafort laug, segir í frétt BBC.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gisting við flugbraut..
Lítið sumarhús og kósý í fallegu umhverfi á suðurlandi. Gisting 2 nætur eða meir...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...