Rússar og Úkraínumenn gæti stillingar

Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip um helgina.
Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip um helgina. AFP

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Rússa og Úkraínumenn verða að gæta stillingar í samskiptum sínum, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna mikillar og vaxandi spennu í samskiptum ríkjanna.

Frétt mbl.is: Spenna eykst vegna deilunnar um Asovs­haf

Ástandið er orðið alvarlegra en það hefur verið lengi eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip skammt frá Krímskaga um helgina, en í kjölfarið samþykkti úkraínska þingið að lýsa yfir herlögum í landinu næstu þrjátíu daga. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur varað Úkraínumenn við því að grípa til fljótfærnislegra aðgerða.

Sameinuðu þjóðirnar hvetja báða aðila til að gera allt sem hægt er til að draga úr spennu og nota til þess friðsamlegar aðgerðir. Guterres segir mikilvægt að landamæri og yfirráðasvæði Úkraínu séu virt og að farið sé eftir alþjóðasamningum og -lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert