Stórhættulegt svifflug

Maðurinn var í stórhættu á meðan flugið stóð yfir.
Maðurinn var í stórhættu á meðan flugið stóð yfir. Mynd/Skjáskot úr myndbandinu

Maður sem var að fara í sitt fyrsta svifflug lenti heldur betur í kröppum dansi þegar flugmaðurinn sem stjórnaði fluginu gleymdi að festa manninn við svifvænginn.

Skömmu eftir flugtak í Sviss áttaði Chris Gurksy sig á því að hann væri ekki fastur við svifvænginn og varð því að halda sér í flugmanninn og svifvænginn í mikilli hæð í um tvær mínútur áður en flugmanninum tókst að lenda, að því er Guardian greindi frá. 

Gursky slasaðist á upphandleggsvöðva og úlnlið við lendinguna og betur fór því á en horfðist í þessu ógleymanlega en stórhættulega flugi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert