Ekkert sem tengir krónprinsinn við morðið

Jamal Khashoggi, blaðamaður og rithöfundur.
Jamal Khashoggi, blaðamaður og rithöfundur. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ekkert hafa komið fram sem sýni fram á að Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Ég tel mig hafa lesið og farið yfir öll gögn sem leyniþjónustan hefur undir höndum vegna málsins. Ég hef lesið allt,“ sagði hann við blaðamenn eftir lokaðan fund með þingmönnum fyrr í dag.

„Það er ekkert sem tengir krónprinsinn beint við morðið á Jamal Khashoggi,“ sagði hann jafnframt.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur áður sagt að leyniþjónustan hafi ekki getað sýnt fram á að krónprinsinn hafi fyrirskipað morðið, en embættismenn hafa tjáð banda­rísk­um fjöl­miðlum að slík aðgerð og morðið á Khashoggi hafi þurft að fá samþykki krón­prins­ins. 

Þá sagðist Trump efast um að það yrði nokk­urn tím­ann hægt að slá því föstu að krón­prins­inn hefði gert það, en hann hefur ítrekað mik­il­vægi Sádi-Ar­ab­íu fyr­ir Banda­rík­in að und­an­förnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert