Falsreikningi í nafni Pútíns eytt

Vladimir Putin, forseti Rússlands, er ekki með Twitter-reikning þar sem …
Vladimir Putin, forseti Rússlands, er ekki með Twitter-reikning þar sem sagt er frá opinberum erindagjörðum hans á ensku. AFP

Stjórnendur samfélagsmiðlisins Twitter hafa eytt falsreikningi sem var stofnaður í nafni Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Aðgangurinn var látinn líta út fyrir að vera opinber aðgangur forsetans fyrir færslur á ensku, @putinRF_eng, og var hann stofnaður árið 2012 og voru fylgjendurnir um ein milljón þegar aðganginum var eytt.

Falsreikningurinn þótti afar trúverðugur og hafa fréttamiðlar á borð við BBC vísað í reikninginn í fréttum sínum. Flestar færslurnar tengdust opinberum erindagjörðum Pútíns. 

Falsreikningi í nafni Vladimirs Pútín Rússlandsforseta hefur verið eytt af …
Falsreikningi í nafni Vladimirs Pútín Rússlandsforseta hefur verið eytt af stjórnendum Twitter. Skjáskot/Twitter

Yfirvöld í Rússlandi sendu stjórnendum Twitter ábendingu þess efnis að reikningurinn brjóti gegn stefnu Twitter þar sem þarna væri á ferðinni aðili sem væri að þykjast vera opinber aðili eða embættismaður.

Ekki er vitað hver stóð á bakvið falsreikninginn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert