Játar að hafa logið að þingmönnum

Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. AFP

Michael Cohen, fyrr­ver­andi lög­maður Don­alds Trump Banda­ríkj­aforseta játaði fyrir alríkisdómi í morgun að hafa logið að bandarískri þingnefnd þegar hann var spurður um meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Cohen viðurkenndi að hafa greint þingnefndinni rangt frá áformum um að reisa háhýsi, eða „Trump Tower“ í Moskvu. 

Cohen mætti fyrir alríkisdómara í Manhattan í morgun, öllum að óvörum. Í ágúst játaði hann að hafa svikið und­an skatti og brotið lög um fjár­mögn­un kosn­inga­bar­áttu.

New York Times greinir frá því að með játningunni sé Cohen að vonast eftir mildari dómi fyrir þau brot sem hann hefur þegar viðurkennt. Vonast hann að tillit verði tekið til samstarfsvilja hans við Roberts Mueller, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016.

Til stendur að kveða upp dóm yfir honum fyrir þau brot eftir tvær vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert