Pútín: „Stríðið heldur áfram“

Vladimir Pútín í Argentínu.
Vladimir Pútín í Argentínu. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að engin lausn sé í augsýn í deilum Rússa við Úkraínu „svo lengi sem núverandi stjórnvöld eru við völd“.

„Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á að leysa deiluna, sérstaklega með friðsamlegum hætti,“ sagði Pútín á blaðamannafundi á G20-ráðstefnunni í Argentínu sem er að ljúka.

„Svo lengi sem þeir eru við völd heldur stríðið áfram,“ bætti hann við.

Rúss­ar her­tóku þrjú úkraínsk skip skammt frá Krímskaga um síðustu helgi og hef­ur málið valdið mikl­um deil­um. Herlög eru nú í gildi í Úkraínu og er rússneskum körlum meinað að fara þangað. 

mbl.is
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Flott föt, fyrir flottar konur
Ertu á leiðinni í fermingarveislu, útskrift, brúðkaup eða eitthvað annað skemmti...