Fékk sprengjubrot í sig og dó

Frá mótmælum í Marseille á laugardag.
Frá mótmælum í Marseille á laugardag. AFP

Áttræð kona lést á sjúkrahúsi í Marseille í Frakklandi í dag eftir að hafa fengið í sig brot úr táragassprengju á laugardagskvöld þegar hækkun á eldsneytissköttum var mótmælt.

Konan bjó nálægt staðnum þar sem mótmælin fóru fram og hugðist loka gluggum í íbúð sinni til að koma í veg fyrir að táragas bærist þangað inn þegar hún fékk sprengjubrotið í sig.

Hún gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi en lést í dag. Þrír aðrir hafa látist síðan mótmælin hófust í Frakklandi fyrir rúmum tveimur vikum.

Innanríkisráðuneyti Frakklands segir að um 136 þúsund hafi mótmælt víða um landið í gær þar sem gulu vestunum „gilets jaunes“ er sýndur stuðningur. 

Emmunael Macron, forseti Frakklands, segist horfa til lengri og vistvænni framtíðar með gjöldunum. Mótmælendur segjast hins vegar hafa brýnar þarfir vegna krappra kjara og geti ekki leyft sér að hugsa lengra en til næstu mánaðamóta.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert