Hundurinn sefur við kistu Bush

Sully við kistu húsbónda síns, George Bush eldri.
Sully við kistu húsbónda síns, George Bush eldri.

Hundurinn Sully, sem var Georg H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta til halds og trausts síðustu mánuði lífs hans, sést sofa við kistu húsbónda síns á mynd sem hefur farið sem eldur í sinu um netheima.

Þykir nærvera Sullys við kistuna sýna einstakt trygglyndi hans við húsbónda sinn. 

Bush var 41. forseti Bandaríkjanna á árunum 1989-1993. Hann lést á föstudag, 94 ára að aldri.

Í frétt BBC um málið segir að Sully muni fylgja kistunni frá Texas til Washington. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert