„Brjálaður“ krónprins tengdur við morðið

Mohammed bin Salman.
Mohammed bin Salman. AFP

Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sögðu í dag að það væri ekki vafi í þeirra huga að Mohamm­end bin Salm­an, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, sé tengdur við morðið á sádi-ar­ab­íska blaðamann­in­um Jamal Khashoggi. 

Gina Haspel, for­stjóri banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar (CIA), ræddi við nokkra öldungadeildarþingmenn fyrr í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir tveimur vikum að krónprinsinn hafi jafnvel vitað af þessum hörmulega atburði. 

Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham hefur hvatt Trump til að verða harðari í afstöðu sinni gagnvart krónprinsinum. Hann sagðist fullviss um að Salman hafi vitað af morðinu á Khashoggi áður en það var framið.

Enn fremur sagði Graham að Salman væri „brjálaður“ og „hættulegur“. 

Samflokksmaður Graham, Bob Corker, tók undir orð félaga síns. „Það er ekki vafi í mínum huga að krónprinsinn skipaði fyrir um morðið.“

Khashoggi var myrt­ur fyr­ir utan ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í októ­ber. Banda­rísk­ir fjöl­miðlar greindu frá því um miðjan nóv­em­ber að CIA hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að Mohamm­end bin Salm­an, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, hafi fyr­ir­skipað morðið á Khashoggi.

Yf­ir­völd í Sádi-Ar­ab­íu hafa ákært ell­efu manns fyr­ir morðið en þver­taka fyr­ir að krón­prins­inn hafi nokkuð með morðið að gera. CIA hef­ur hins veg­ar sann­an­ir fyr­ir því að nokkr­um klukku­stund­um áður en Khashoggi var myrt­ur sendi krón­prins Sádi-Ar­ab­íu að minnsta kosti 11 skila­boð til Saud al-Qa­ht­ani, nán­asta ráðgjafa síns, sem hef­ur verið ákærður fyr­ir að hafa skipu­lagt morðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Nuddsæti fyrir bak,háls og rassvöðva - Stórkostleg nuddtæki fyrir bak og háls...
Stórkostleg nuddtæki sem taka djúpt á þér rúllar upp eftir öllu baki með eða án ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...