Flynn sleppur við fangelsi

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna. AFP

Ekki verður farið fram á fangelsisrefsingu yfir fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa forseta Bandaríkjanna, Michael Flynn. Sérstakur saksóknari, Robert Mueller, greindi frá þessu í gærkvöldi. Ástæðan er hversu samvinnuþýður Flynn hefur verið við rannsóknina á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.

Haft er eftir Mueller í dómsskjölum að Flynn, sem viðurkenndi í fyrra að hann hefði logið um samskipti sín við Rússa í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í nóvember 2016, hafi veitt aðstoð við þessa rannsókn sem og fleiri alríkisrannsóknir. Alls var Flynn yfirheyrður 19 sinnum. 

Mueller greindi einnig frá því við alríkisdómstólinn í Washington að þrátt fyrir alvarleg brot væri ferill Flynn hjá hernum og leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins óflekkaður. Þessi niðurstaða Mueller kom ýmsum á óvart í gærkvöldi en dómsuppkvaðningu í máli Flynn hefur ítrekað verið frestað undanfarið ár. 

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump vék úr embætti á sínum tíma, segir að Trump hafi beitt hann þrýstingi fyrir brottvikninguna, reynt að fá hann til að stöðva rannsókn FBI á máli Mike Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Flynn játaði sig síðar sekan um að hafa logið að FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands við yfirheyrslur vegna rannsóknarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum árið 2016.

 Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi í febrúar 2017, aðeins 23 dögum eftir að hann tók við embættinu, þegar í ljós kom að hann hafði sagt Mike Pence varaforseta ósatt um samræður sínar við sendiherra Rússlands, m.a. um hugsanlegt afnám refsiaðgerða gegn landinu.

mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage S. 7660348,Alena...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...