Háskólakennari stunginn til bana

Árásin átti sér stað fyrir utan Léonard de Vinci-háskólann um …
Árásin átti sér stað fyrir utan Léonard de Vinci-háskólann um hádegisbil í dag. Ljósmynd/Twitter

Írskur háskólakennari var stunginn til bana fyrir utan Léonard de Vinci-háskólann í París í dag. John Downing var 66 ára gamall prófessor við tungumáladeild skólans og hafði starfað þar í tæp 20 ár.

Talið er að árásarmaðurinn sé fyrrverandi nemandi sem var rekinn úr skólanum árið 2017.

Samstarfsmenn Downing segja að hann hafi verið vel liðinn og sýnt nemendum sínum mikla umhyggju og ávallt verið til staðar fyrir þá. Starfsfólk og nemendur skólans eru í áfalli og senda aðstandendum hans samúðarkveðjur.

Frédérique Vidal, menntamálaráðherra Frakklands, segir í færslu á Twitter að franska lögreglan muni leggja sig alla fram við rannsókn málsins.

Utanríkisráðuneyti Írlands hefur verið gert viðvart um morðið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert