Dóttir stofnanda Huawei handtekin í Kanada

Merki Huawei.
Merki Huawei. AFP

Dóttir stofnanda kínverska símafyrirtækisins Huawei var handtekin í Kanada 1. desember og verður væntanlega framseld til Bandaríkjanna.

Meng Wanzhou, sem er fjármálastjóri Huawei og varaformaður stjórnar fyrirtækisins, var handtekin í Vancouver en ekki hefur verið gefið upp hvers vegna. Bandarísk yfirvöld hafa rannsakað Huawei undanfarið vegna mögulegra brota á viðskiptabanni gegn Íran.

Samkvæmt BBC hefur sendiráð Kína í Kanada mótmælt handtökunni og krafist þess að hún verði látin laus. Stjórnendur Huawei segjast hafa litlar upplýsingar um handtökuna og hvað Meng á að hafa gert af sér.

Dómsmálaráðuneyti Kanada hefur staðfest handtöku Meng og hvar hún fór fram. Óskað hafi verið eftir framsali hennar til Bandaríkjanna og á föstudag verði hún leidd fyrir dómara. Ekki sé hægt að upplýsa frekar um málið að beiðni Meng. 

mbl.is
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Canon EOS námskeið fyrir byrjendur.
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. 3j...