Dóttir stofnanda Huawei handtekin í Kanada

Merki Huawei.
Merki Huawei. AFP

Dóttir stofnanda kínverska símafyrirtækisins Huawei var handtekin í Kanada 1. desember og verður væntanlega framseld til Bandaríkjanna.

Meng Wanzhou, sem er fjármálastjóri Huawei og varaformaður stjórnar fyrirtækisins, var handtekin í Vancouver en ekki hefur verið gefið upp hvers vegna. Bandarísk yfirvöld hafa rannsakað Huawei undanfarið vegna mögulegra brota á viðskiptabanni gegn Íran.

Samkvæmt BBC hefur sendiráð Kína í Kanada mótmælt handtökunni og krafist þess að hún verði látin laus. Stjórnendur Huawei segjast hafa litlar upplýsingar um handtökuna og hvað Meng á að hafa gert af sér.

Dómsmálaráðuneyti Kanada hefur staðfest handtöku Meng og hvar hún fór fram. Óskað hafi verið eftir framsali hennar til Bandaríkjanna og á föstudag verði hún leidd fyrir dómara. Ekki sé hægt að upplýsa frekar um málið að beiðni Meng. 

mbl.is
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Dekk til sölu
Ný ónotuð sumardekk til sölu tilboð óskast stærð 225-45-17 þetta er dýr dekkjast...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...