Bandamaður Merkel sigraði

Annegret Kramp-Karrenbauer, nýr leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, og Angela …
Annegret Kramp-Karrenbauer, nýr leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, og Angela Merkel, kanslari landsins. AFP

Annegret Kramp-Karrenbauer hafði sigur í leiðtogakjöri Kristlegra demókrata í Þýskalandi sem fram fór í dag. Tekur hún við af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en Kramp-Karrenbauer er náinn bandamaður Merkel. Hafði Merkel lýst yfir stuðningi við hana.

Fram kemur í frétt AFP að niðurstaðan hafi verið naum en Kramp-Karrenbauer, sem var áður framkvæmdastjóri flokksins, hlaut 52% atkvæða í síðari umferð leiðtogakjörsins þar sem hún atti kappi við Friedrich Merz, 63 ára viðskiptalögfræðing sem hætt hafði afskiptum af stjórnmálum 2009 eftir að hafa lotið í lægra haldi í valdabaráttu við Merkel.

Kramp-Karrenbauer hefur lagt áherslu á að halda Kristilegum demókrötum við miðju stjórnmálanna líkt og Merkel hafi gert en Merz vildi færa hann til hægri. Kjör Kramp-Karrenbauer þykir auka líkurnar á að Merkel geti lokið fjórða kjörtímabili sínu sem kanslari en það stendur til 2021. Merkel tók við sem leiðtogi árið 2000 og kanslari 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert