Trudeau: Engin pólitík á bak við handtökuna

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir þarlend stjórnvöld ekkert hafa með ...
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir þarlend stjórnvöld ekkert hafa með handtöku Meng Wanzhou að gera. AFP

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir kanadísk stjórnvöld ekki hafa neitt með það að gera að Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri raftækjaframleiðandans Huawei, var hand­tek­in í Kanada í byrjun mánaðarins.

Meng, sem jafnframt er vara­formaður stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins og dóttir stofnanda þess, var handtekinn á flugvellinum í Vancouver 1. desember sl. og hafa bandarísk yfirvöld farið fram á að fá hana framselda.

Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar krafist þess að hún verði látin laus og segja handtöku hennar vera brot á mannréttinum.

Ekki hefur verið greint frá ástæðum handtökunnar og í yfirlýsingu frá Huawei segir að fyrirtækinu sé „ekki kunnugt um að Meng hafi brotið af sér“.

Handtaka Meng á sér stað á viðkvæmum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína sem átt hafa í viðskiptastríði undanfarið og hafa bæði ríki sett háa tolla á varning hvort annars. Það virtist þó vera að rofa til og höfðu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping Kínaforseti nýlega samþykkt að samninganefndir settust niður og tækju sér 90 daga til að reyna að ná samkomulagi. Handtaka Meng hefur hins vegar nú reitt ráðamenn í Kína til reiði og segir BBC hættu á að hún muni auka enn frekar á spennuna.

Fyrri fréttir hafa gefið í skyn að handtaka Meng kunni að tengjast rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum brotum Huawei á viðskipta­banni gegn Íran.

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að tjá sig um slíkt við bandaríska fjölmiðla. Sagði hann þess í stað að almennt séð hefði hann „miklar áhyggjur“ af viðskiptaháttum kínverskra fyrirtækja og mögulegri starsemi þeirra sem „framlengingu“ á Kínastjórn.

mbl.is
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Þeir sem farnir eru segja mér um framtið þína. Tarot og bollar. Tímap. Erla, s. ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...