Segir mótmælin orðin að skrímsli

Brynvarðir bílar verða á götum Parísar um helgina ásamt þúsundum …
Brynvarðir bílar verða á götum Parísar um helgina ásamt þúsundum lögreglumanna. AFP

Mótmæli gegn stjórnvöldum í Frakklandi eru orðin að skrímsli segir Christphe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands. Segir BBC  Castaner vara við því að „róttæk öfl“ kunni að lauma sér inn í skipulögð mótmæli „gulu vestanna“ svo nefndu nú um helgina.

Castaner bætti við að gripið verði til „umfangsmikilla öryggisaðgerða“ um helgina.

Eif­fel-turn­in­um og fleiri ferðamanna­stöðum í Par­ís verður lokað á morg­un vegna ótta um að upp úr sjóði í mót­mæl­unum. Þá verða 89.000 lög­reglu­menn á vakt víðs veg­ar um Frakk­land og bryn­v­arðir bíl­ar verða notaðir í höfuðborg­inni að því er Edou­ard Phil­ippe, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, hef­ur til­kynnt. 

BBC seg­ir lög­reglu þá hafa hvatt versl­un­ar­eig­end­ur og veit­ingastaðar­eig­end­ur við Champs Elysees-breiðgöt­una í Par­ís að hafa lokað. Nokk­ur af söfn­um borg­ar­inn­ar hafa einnig ákveðið að loka sín­um dyr­um.

Verulegar skemmdir urðu á bílum og fyrirtækjum við Champs Elysees um síðustu helgi er upp úr sauð í mótmælunum, sem hófust fyrir þremur vikum og beindust þá gegn áformaðri hækkun á eldsneytisverði. Frönsk stjórnvöld hafa nú hætt við fyrirhugaða hækkun, en mótmælin hafa beinast nú gegn öðrum málum, m.a. breytingum á menntalöggjöfinni.

AFP-fréttastofan segir frönsk yfirvöld þegar hafa lagt hald á 28 bensínsprengjur og þrjár heimatilbúnar sprengjur sem teknar hafi verið frá gulu vestunum í suðurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert