Líkið fannst í skóglendi

Svifvængjaflug er vinsæl iðja víða um heim.
Svifvængjaflug er vinsæl iðja víða um heim. AFP

Lík fransks svifvængjarflugmanns fannst í dag á afskekktu svæði í Ástralíu eftir umfangsmikla leit. 

Pierre Naville var 67 ára. Hann tók á loft á flugbraut í bænum Wilcannia í New South Wales síðdegis í gær ásamt sjö öðrum svifvængjaflugmönnum.

Þeir lentu allir á vegi um 160 kílómetrum frá flugbrautinni fyrir utan Naville. Upphófst þá mikil leit. Lík hans fannst í skóglendi ekki langt frá þeim stað þar sem hann ætlaði að lenda. Leitað var úr lofti og enn á eftir að sækja líkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert