Macron reynir að stilla til friðar

Macron ætlar að bregðast við óánægju frönsku þjóðarinnar.
Macron ætlar að bregðast við óánægju frönsku þjóðarinnar. AFP

Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, mun ávarpa frönsku þjóðina á morgun í því skyni að reyna að stilla til friðar í landinu í kjölfar mótmælaöldu sem kennd er við „gulu vestin“. Reuters greinir frá.

Mikið hreins­un­ar­starf beið starfs­manna Par­ís­ar­borg­ar í morg­un eft­ir að mót­mæl­end­ur lentu í átök­um við óeirðalög­regl­una í gær­kvöldi og nótt. Mót­mæl­in bein­ast gegn Macron for­seta og aukn­um álög­um sem fólk tel­ur sig nú þurfa að bera. Um þúsund manns sem tóku þátt í mót­mæl­un­um voru hand­tekn­ir í gær. Lög­regl­an beitti bæði tára­gasi og gúmmí­kúl­um á mann­fjöld­ann.

Í tilkynningu frá Élysée-höll kemur fram að ávarp forsetans myndi hefjast kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 19:00 á íslenskum tíma.

Macron mun í fyrramálið funda með verkalýðsforingjum, samtökum launþega og embættismönnum til að leita lausna gegn mótmælaöldunum sem dynja á Frakklandi.

Félagsmálaráðherra Frakklands, Muriel Penicaud, sagði við sjónvarpsstöðina LCI að Macron myndi kynna „áþreifanlegar“ aðgerðir í ávarpi sínu og þær yrðu framkvæmdar án tafar. Hún tók þó fram að hækkun lágmarkslauna yrði ekki ein af þeim aðgerðum.

„Hækkun lágmarkslauna myndi útrýma störfum. Mörg minni fyrirtæki hafa ekki efni á því og ættu á hættu að verða gjaldþrota,“ sagði Penicaud.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Benjamin Griveaux, varaði við óraunhæfum væntingum. „Öll vandamál verða ekki leyst með því að veifa töfrasprota,“ sagði hann.

Macron ávarpaði þjóðina síðast í sjónvarpi 27. nóvember sl. og við það tilefni útilokaði hann að yfirvöld myndu breyta stefnu sinni vegna aðgerða „ofbeldismanna“. Síðan þá hafa yfirvöld hætt við að hækka eldsneytisskatta til að mæta kröfum mótmælenda.

Samkvæmt yfirvöldum í Frakklandi hafa 136.000 manns tekið þátt í mótmælum undanfarnar vikur víðs vegar um landið. Yfir 1.700 manns hafa verið handteknir.

mbl.is
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...