Sagður hafa slegið met í lygum

AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti lét James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, fá það óþvegið í tveimur færslum á Twitter í dag. Trump segir Comey hafa slegið met í lygum.

Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði Comey á sinn fund sem fór fram á föstudag til að svara spurningum nefndarmanna um framgöngu Comey á meðan hann stýrði Rússarannsókninni svonefndu.

Í tísti sínu segir Trump að Comey hlyti að hafa slegið öll met yfir flestu lygar fyrir þingnefnd á einum degi. Hann segir að það sé búið að afhjúpa samsæri fólks sem myndi gera allt til að koma í veg fyrir að hann yrði kosinn forseti. Þá uppnefnir hann fyrrverandi forstjóra FBI og kallar hann „Leakin’ James Comey“.

Í öðru tísti fullyrðir Trump að Comey hafi í 245 skipti ekki getað svarað þingnefndinni vegna minnisleysis eða skorts á þekkingu.

Comey varði þá aðila sem komu að Rússarannsókninni meðan hann stjórnaði henni og tók fyrir að þeir hafi gerst sekir um hlutdrægni gegn Trump. Þá kom fram í svörum hans að fjórir einstaklingar hafi verið undir rannsókn á þeim tíma en að Trump hafi ekki verið einn af þeim.

Repúblikar og Trump hafa margoft gagnrýnt Comey fyrir að skýla Hillary Clinton og vernda hana gegn lögsókn vegnar notkunar hennar á persónulegu tölvupóstfangi sínu í störfum sínum sem utanríkisráðherra.

mbl.is
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...