Neyðarástand vegna hríðarbyls

Umferðaróhöppin í Norður-Karólínu, Virginíu og fleiri ríkjum suðausturhluta Bandaríkjanna síðustu ...
Umferðaróhöppin í Norður-Karólínu, Virginíu og fleiri ríkjum suðausturhluta Bandaríkjanna síðustu daga skipta hundruðum vegna mikillar snjókomu. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Norður-Karólínu vegna óveðurs með mikilli snjókomu sem gengið hefur yfir suðausturhluta Bandaríkjanna um helgina. Mest hefur snjódýptin mælst um 50 sentimetrar í N-Karólínu.

Maður lést eftir að tré féll á bíl hans og leit stendur yfir að ökumanni en bíll hans fannst mannlaus í á í ríkinu.

Þá eru hundruð þúsunda heimila án rafmagns. Áfram er spáð vindi og mikilli snjókomu á svæðinu næstu daga. Michael Schichtel, veðurfræðingur á Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að upphaflega gerðu spár ráð fyrir að snjóstormurinn yrði á bak og burt í dag en hann virðist ætla að ílengjast í suðausturríkjunum.  

Samgöngur liggja víðast hvar niðri og hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Um 60 umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt í Virginíu en yfir 500 í N-Karólínu. Roy Cooper, ríkisstjóri N-Karólínu, segir í samtali við CNN að snjórinn sé ekki mesta áhyggjuefnið heldur aðstæðurnar sem myndast á vegunum vegna hans.

Fjölmörgum flugum hefur verið aflýst í suðausturhluta Bandaríkjanna vegna hríðarbyls.
Fjölmörgum flugum hefur verið aflýst í suðausturhluta Bandaríkjanna vegna hríðarbyls. AFP

Frétt BBC

mbl.is
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...