Neyðarástand vegna hríðarbyls

Umferðaróhöppin í Norður-Karólínu, Virginíu og fleiri ríkjum suðausturhluta Bandaríkjanna síðustu ...
Umferðaróhöppin í Norður-Karólínu, Virginíu og fleiri ríkjum suðausturhluta Bandaríkjanna síðustu daga skipta hundruðum vegna mikillar snjókomu. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Norður-Karólínu vegna óveðurs með mikilli snjókomu sem gengið hefur yfir suðausturhluta Bandaríkjanna um helgina. Mest hefur snjódýptin mælst um 50 sentimetrar í N-Karólínu.

Maður lést eftir að tré féll á bíl hans og leit stendur yfir að ökumanni en bíll hans fannst mannlaus í á í ríkinu.

Þá eru hundruð þúsunda heimila án rafmagns. Áfram er spáð vindi og mikilli snjókomu á svæðinu næstu daga. Michael Schichtel, veðurfræðingur á Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að upphaflega gerðu spár ráð fyrir að snjóstormurinn yrði á bak og burt í dag en hann virðist ætla að ílengjast í suðausturríkjunum.  

Samgöngur liggja víðast hvar niðri og hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Um 60 umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt í Virginíu en yfir 500 í N-Karólínu. Roy Cooper, ríkisstjóri N-Karólínu, segir í samtali við CNN að snjórinn sé ekki mesta áhyggjuefnið heldur aðstæðurnar sem myndast á vegunum vegna hans.

Fjölmörgum flugum hefur verið aflýst í suðausturhluta Bandaríkjanna vegna hríðarbyls.
Fjölmörgum flugum hefur verið aflýst í suðausturhluta Bandaríkjanna vegna hríðarbyls. AFP

Frétt BBC

mbl.is
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...