Pashinyan kjörinn forseti Armeníu

Nikol Pashinyan, sem hér skilar atkvæði sínu, var kjörinn forseti …
Nikol Pashinyan, sem hér skilar atkvæði sínu, var kjörinn forseti Armeníu með miklum meirihluta atkvæða. AFP

Nikol Pashinyan, settur forseti Armeníu, fór með yfirburða sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Segir BBC flokkana sem styðja hann hafa fengið rúm 70% atkvæða og Pashinyan þar með styrkt stöðu sína.

Pashinyan, sem var blaðamaður áður en hann sneri sér að stjórnmálum, fór fyrir friðsamlegri uppreisn í Armeníu í apríl á þessu ári. Með meirihluta á þingi hefur Pashinyan nú tækifæri til að koma á þeim endurbótum á efnahag landsins sem hann hefur lofað, sem og að taka á spillingu.

Kosningaþátttaka var dræm, um 49%, en kosningar í Armeníu hafa lengi vel verið litaðar svikum og atkvæðakaupum. BBC segir íbúa hins vegar vonast til að svo hafi ekki verið að þessu sinni, en alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn fylgdust með ferlinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert