Verndararnir manneskjur ársins

Hér má sjá allar fjórar forsíðurnar sem Time hefur látið ...
Hér má sjá allar fjórar forsíðurnar sem Time hefur látið prenta. AFP
Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi prýðir eina forsíðuna.
Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi prýðir eina forsíðuna. AFP

Tímaritið Time hefur útnefnt fréttamenn sem hafa verið myrtir eða fangelsaðir sem „Manneskju ársins“ 2018 (e. Person of the Year). Time kallar hópinn verndarana (e. The Guardians).

Wa Lone og Kyaw Soe Oo fréttamenn Reuters.
Wa Lone og Kyaw Soe Oo fréttamenn Reuters. AFP

Time hefur látið prenta fjórar mismunandi forsíður sem sýna fréttamenn frá ólíkum heimshornum. 

Þeirra á meðal er Jamal Khashoggi, sem var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Tyrklandi fyrr á þessu ári. Á annarri forsíðunni eru starfsmenn bandaríska dagblaðsins Capital Gazette þar sem fimm voru myrtir á þessu ári. 

Á hinum forsíðunum er að finna myndir af Mariu Ressa, Wa Lone og Kyaw Soe Oo, að því er segir í umfjöllun BBC.

Ressa er ritstjóri Rappler sem er fréttavefur á Filippseyjum sem hefur verið gagnrýninn á þarlend stjórnvöld. Wa Lone og Kyaw Soe Oo eru fréttamenn Reuters sem voru fangelsaðir í Mjanmar fyrir að hafa rannsakað fjöldamorðin á róhingjum í landinu. 

Að sögn Time voru þessir einstaklingar valdir því þeir tóku mikla áhættu til að varpa ljósi á sannleikann, koma staðreyndum á framfæri, tjá sig og sitja ekki hjá. 

Manneskjur síðasta árs að mati Time voru konur og karlar sem tjáðu sig og börðust gegn kynferðisofbeldi og -áreitni, eða „Þau sem rufu þögnina“.  

Blaðamenn Capital Gazette í Annapolis í Bandaríkjunum.
Blaðamenn Capital Gazette í Annapolis í Bandaríkjunum. AFP

Lesendur blaðsins völdu aftur á móti kóresku popphljómsveitina BTS sem menn ársins og var jörðin í öðru sæti. 

Time hóf að velja mann ársins árið 1927. Tilgangurinn var að velja þann einstakling sem, hvort sem það var í góðum tilgangi eður ei, hafði mest áhrif á helstu atburði ársins. 

Oftast hefur einn einstaklingur verið valinn manneskja ársins en það er þó ekki alltaf svo. Árið 2014 voru þeir sem börðust gegn útbreiðslu ebólaveirunnar valdir fyrir sitt framtak og árið 2011 voru það mótmælendur sem tóku þátt í hinu svokallaða arabíska vori. 

Maria Ressa.
Maria Ressa. AFP
mbl.is
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...