Hættulegur glæpamaður myrtur í Malmö

Sænska lögreglan hefur lýst manninum sem hættulegasta glæpamanni Malmö.
Sænska lögreglan hefur lýst manninum sem hættulegasta glæpamanni Malmö. AFP

Maður var skotinn til bana fyrir utan leikskóla í Malmö í Svíþjóð í morgun. Skömmu síðar kom í ljós að um var að ræða „einn hættulegasta glæpamann Malmö“, eins og lögregla hefur lýst honum.

Samkvæmt SVT hefur lögreglan rannsakað fjölmörg mál sem maðurinn tengist, þar á meðal nokkur morð, en hann hefur sjaldnast verið sakfelldur fyrir þá glæpi sem hann hefur verið grunaður um. Þegar hann var handtekinn í september 2016 lýsti lögreglumaðurinn Stefan Sintéus honum sem einum stærsta glæpamanni Malmö-borgar.

Heimildir SVT herma að morðið tengist svokölluðu leigubílastríði, sem snýst um völd yfir leigubílafyrirtæki í borginni. Árið 2011 var þessi sami maður ákærður fyrir morð á öðrum valdamiklum glæpamanni, sem var skotinn í höfuðið á skrifstofu leigubílafyrirtækis í nóvember 2011. Þrátt fyrir að nokkur vitni hafi verið að morðinu var hann ekki sakfelldur.

Í maí í fyrra var hann síðan ákærður fyrir að fyrirskipa morð snemma árs 2015, en á þeim tíma sat hann í fangelsi í Hollandi fyrir eiturlyfjasmygl. Honum var hins vegar sleppt vegna skorts á sönnunargögnum.

Fyrir um tveimur og hálfu ári var ráðist að manninum, sem er á sextugsaldri, þar sem hann sat í bíl sínum, skammt frá staðnum þar sem hann var myrtur í morgun, og hann skotinn. Hann lifði þá árás þó af.

mbl.is
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...