Veginum lokað vegna súkkulaðileka

Tonn af súkkulaði flæddi út á veginn og náði yfir …
Tonn af súkkulaði flæddi út á veginn og náði yfir 10 fermetra stórt svæði. mbl.is

Umferðarteppa varð í vesturhluta Þýskalands þegar tankur við súkkulaðiverksmiðju gaf sig og tonn af súkkulaði flæddi út á veginn. 

BBC segir að loka hafi þurfti veginum, sem er í bænum Westönnen, síðla dags á mánudag, vegna súkkulaðilekans.

Súkkulaðið var hins vegar fljótt að harðna og náði þá yfir um 10 fermetra svæði, þar sem 25 slökkviliðsmenn vopnaðir skóflum, heitu vatni og lóðlampa (e. blowtorch), hreinsuðu súkkulaðið af veginum.

Starfsfólk Drei Meisters-súkkulaðiverksmiðjunnar aðstoðaði líka við hreinsun þessa súkkulaðineyðarástands.

„Þrátt fyrir þetta átakanlega atvik verður að teljast ólíklegt að súkkulaðilaus jól séu yfirvofandi,“ sagði í yfirlýsingu frá slökkviliði bæjarins.

Drei Meister fullvissaði þá þýska fjölmiðla um að framleiðsla myndi hefjast af fullum krafti strax í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert