Árásarmaðurinn í Strassborg felldur

Franska lögreglan hefur skotið til bana árásarmanninn sem hóf skotárás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudagskvöld. Þrír létust í árásinni og þrettán særðust. BBC greinir frá.

Árásarmaðurinn, Cherif Chekatt, hafði verið á flótta frá því hann framdi ódæðisverkið, en BBC greinir frá því að skothljóð hafi heyrst í borginni og að lögregluþyrlur hafi verið á sveimi. Fréttamiðillinn hefur heimildir fyrir því innan úr lögreglunni að Chekatt hafi verið felldur.

Chekatt mun hafa öskrað „Alla­hu Ak­b­ar,“ eða „Guð er mik­ill,“ áður en hann hóf skotárás­ina á þriðjudag, en að sögn lög­reglu öfga­vædd­ist hann er hann sat í fang­elsi fyr­ir nokkra glæpi, þar á meðal rán.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert