Hryðjuverkamanna leitað í Svíþjóð

AFP

Sænska lögreglan hefur handtekið einn og farið í húsleit á nokkrum stöðum í vesturhluta Svíþjóðar í nótt og morgun í tengslum við rannsókn á mögulegri hryðjuverkaógn og alvarlegt vopnalagabrot. 

Samkvæmt upplýsingum frá sænsku öryggislögreglunni, Säpo, er maðurinn sem var handtekinn grunaður um að undirbúa hryðjuverkaárás og um vopnalagabrot. Að sögn Karls Melin, upplýsingafulltrúa Säpo, hafa nokkrir til viðbótar verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina en hann vildi ekki heldur svara spurningu sænska ríkissjónvarpsins um hvar árásin hafi verið fyrirhuguð í Svíþjóð en lögreglan er í samstarfi við erlendar þjóðaröryggisstofnanir.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fleiri verði handteknir en ekki sé hægt að útiloka það. 

Frétt SVT

mbl.is