Létu leigjendurna sofa á vöktum

Herbergin voru þétt skipuð og fólki gert að sofa á ...
Herbergin voru þétt skipuð og fólki gert að sofa á vöktum. Ljósmynd/Brent Council

Dómstóll í Bretlandi hefur gert fjölskyldu leigusala að greiða nærri 250.000 pund (tæpar 40 milljónir kr.) fyrir að vera með 31 leigjanda í fjögurra herbergja parhúsi.  

Guardian segir leigusalana hafa haft rúmlega 100.000 pund upp úr því á ári að leigja húsið, sem er í Wembley í norðurhluta London, út með þessum hætti. Létu þeir leigjendur sína sofa „á vöktum“ og voru allt að fjögur rúm í hverju herbergi. Þá voru nokkrir leigjendanna látnir sofa í kofa sem hróflað hafði verið upp í garðinum úr afgangsviði, brettum og segldúki.

Skipaði dómarinn Harsha Shah og dóttur hennar Chandni Shah að endurgreiða 116.000 pund. Jaydipkumar Valand, sem starfaði sem umboðsmaður þeirra og sá um að innheimta leiguna, var látinn greiða 5.000 punda sekt og Sanjay Shah, bróðir Harsha, var látinn greiða 41.000 punda sekt. Þá sakborningunum einnig gert að greiða dómskostnaðinn, 82.367 pund.

Voru þau fundin sek um brot á leigjendalögum.

mbl.is
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...