Lýsti sig seka um samsæri

Maria Butina lýsti sig seka um samsæri fyrir dómara í …
Maria Butina lýsti sig seka um samsæri fyrir dómara í Washington í dag. AFP

Marina Butina, rússneska konan sem bandarísk yfirvöld handtóku í sumar og ákærðu fyrir að ganga erinda rússneskra stjórnvalda, játaði sig seka er hún var leidd fyrir dómara í dag.

But­ina er sögð hafa reynt að koma sér upp tengsl­um inn­an stjórn­mála­hreyf­inga og hags­muna­hópa í Banda­ríkj­un­um sam­kvæmt fyr­ir­skip­un­um hátt­setts emb­ætt­is­manns í Rússlandi og nýta þau tengsl í þágu Rúss­lands. Gekk hún í NRA, samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, árið 2012 með það fyrir augum að ná fram þessu markmiði.

Lýsti Butina sig seka um samsæri fyrir dómara í Washington í dag. Upphaflega neitaði hún ákærunum, en greint var frá því fyrr í þessum mánuði að hún hefði fallist á að vera samstarfsfús við bandarísk yfirvöld.

Segir BBC saksóknara búast við að upplýsingarnar sem Butina veiti þeim muni veita innsýn í tilraunir rússneskra ráðamanna til að hafa áhrif á pólitík í Bandaríkjunum.

Reuters-fréttaveitan hefur eftir Robert Driscoll, lögfræðingi Butina, að reikna megi með að hún eigi um sex mánaða fangelsisdóm yfir höfði sér.

Ákær­an á hend­ur But­ina er ekki hluti af rann­sókn Roberts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, á af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert