Fjölskylda árásarmannsins handtekin

Cherfi Chekatt, sem varð þremur að bana í skotárás á …
Cherfi Chekatt, sem varð þremur að bana í skotárás á þriðjudag, var felldur af lögreglu í gærkvöldi. AFP

Franska lögreglan hefur handtekið foreldra og tvo bræður árásarmannsins sem hóf skotárás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudagskvöld. BBC greinir frá. 

Alls hafa fimm manns verið handteknir í tengslum við árásina en sá fimmti er ekki skyldur árásarmanninum, Cherif Chekatt.

Chekatt hafði verið á flótta frá því hann framdi ódæðis­verkið, en var felldur af lögreglu í gærkvöldi. Þrír lét­ust í árás­inni á þriðjudag og þrett­án særðust. Chekatt, sem var 29 ára, hafði ít­rekað verið dæmd­ur fyr­ir glæpi og segja fjölmiðlar að hann hafi öfga­væðst inn­an veggja fang­els­is­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert