Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það rétt í þessu að Mick Mulvaney, yfirmaður fjársýslu bandaríska ríkisins, muni taka við sem starfsmannastjóri Hvíta hússins þegar John Kelly lætur af störfum í lok árs. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Mick hefur skilað framúrskarandi vinnu í stjórnsýslunni og ég hlakka til að starfa með honum í þessu nýja embætti á meðan við höldum áfram að gera Bandaríkin stórkostleg á nýjan leik,“ skrifaði forsetinn á Twitter.

„John verður áfram hjá okkur til ársloka. Hann mikill föðurlandsvinur og ég vil persónulega þakka honum fyrir hans þjónustu,“ skrifaði hann jafnframt.

mbl.is
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...