Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það rétt í þessu að Mick Mulvaney, yfirmaður fjársýslu bandaríska ríkisins, muni taka við sem starfsmannastjóri Hvíta hússins þegar John Kelly lætur af störfum í lok árs. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Mick hefur skilað framúrskarandi vinnu í stjórnsýslunni og ég hlakka til að starfa með honum í þessu nýja embætti á meðan við höldum áfram að gera Bandaríkin stórkostleg á nýjan leik,“ skrifaði forsetinn á Twitter.

„John verður áfram hjá okkur til ársloka. Hann mikill föðurlandsvinur og ég vil persónulega þakka honum fyrir hans þjónustu,“ skrifaði hann jafnframt.

mbl.is
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...