Trump vissi að þetta var rangt

Michael Cohen og Donald Trump.
Michael Cohen og Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vissi að það var rangt að borga tveimur konum, sem sögðust hafa átt í tygjum við Trump, fyrir þögn þeirra í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þetta kemur fram í viðtali við Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðing Trumps.

Cohen segir að Trump hafi gripið til aðgerða vegna þess að hann hafði miklar áhyggjur af því hvaða áhrif tengsl hans við konurnar myndu hafa á kosningarnar. 

Cohen ræddi við ABC-fréttastofuna en þetta var fyrsta viðtalið við lögfræðinginn síðan hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal ann­ars fyr­ir skattsvik og brot á kosn­inga­lög­um.

Stormy Daniels.
Stormy Daniels. AFP

„Ég fyr­ir­skipaði Michael Cohen aldrei að brjóta lög­in. Hann var lög­fræðing­ur og hann á að þekkja lög­in.“ Þetta skrif­aði Trump á Twitter í gær. Cohen segir hins vegar að Trump hafi auðvitað vitað að greiðslurnar til Stormy Daniels og Karen McDougal væru ólöglegar.

mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...