Fordæmdi hinn látna í jarðarförinni

Kirkjugarður í Frakklandi. Mynd úr safni.
Kirkjugarður í Frakklandi. Mynd úr safni. AFP

Foreldrar unglingsdrengs hafa kvartað til kaþólsku kirkjunnar eftir að presturinn sem jarðsetti son þeirra gagnrýndi drenginn í jarðarförinni.

Presturinn faðir Don LaCuesta dró í jarðarförinni í efa að drengurinn kæmist til himna og voru foreldrar og fjölskylda drengsins verulega ósátt við þau orð, en drengurinn hafði tekið eigið líf.

BBC segir erkibiskupsumdæmið í Detroit hafa tilkynnt að presturinn muni ekki jarðsetja fleiri í næstu framtíð, en fjölskylda drengsins vill að hann verði rekinn.

„Við vildum að hann minntist Maison eins og hann var er hann lifði, ekki hvernig hann dó,“ sagði Linda Hullibarger, móðir drengsins. Presturinn hafi þessi í stað nýtt jarðarförina til að ráðast á barn þeirra. „Hann var þarna að fordæma son okkar og gekk svo langt að kalla hann syndara,“ segir Hullibarger. „Hann velti því m.a. upp hvort að hann hefði iðrast nóg til að komast til himna.“

Kaþólska kirkjan hefur það lengi vel talið ófyrirgefanlega synd að taka eigið líf. Nýlega mildaði þó kirkjan þessa afstöðu sína og sagði verulegt andlegt álag geta afsakað slíkt.

mbl.is
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...