Starfsmannastjórinn sagði Trump „hræðilegan“

Mick Mulvaney, sem tekur við embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, gæti ...
Mick Mulvaney, sem tekur við embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, gæti þurft að útskýra orð sín fyrir forsetanum. AFP

Eitt fyrsta verk Mick Mulvaney, sem taka á við sem starfsmannastjóri í Hvíta húsinu um áramótin, verður væntanlega að útskýra fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta af hverju hann hafi kallað hann „hræðilega manneskju“.

Á fréttavef Guardian er greint frá því að myndbandsupptaka hafi nú verið dregin fram í dagsljósið þar sem Mulvaney, sem áður var þingmaður Repúblikanaflokksins, viðurkennir andúð sína á Trump skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016.

„Já ég styð Donald Trump: Ég geri það af jafn miklum ákafa og mér er unnt. Í raun finnst mér hann vera hræðileg manneskja,“ segir Mulvaney í myndbandinu. Hann vísar því næst til mótframbjóðanda Trumps, Hillary Clinton, og segir: „En kosturinn hinumegin er alveg jafn slæmur.“

Fréttavefurinn Daily Beast birti myndbandið, en Mulvaney lét þessi orð falla í kappræðum við Fran Person þingmann Demókrataflokksins.

Eftir að Trump fór óvænt með sigur af hólmi í forsetakosningunum var Mulvaney gerður að yf­ir­manni fjár­sýslu banda­ríska rík­is­ins. Hann mun svo um áramót taka við starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins af John Kelly, sem aftur tók við starfinu af Reince Priebus.

Leit Trump að þriðja starfsmannastjóranum gekk hins vegar ekki áfallalaust fyrir sig og segir Guardian fleiri hafa hafnað starfinu en verið til í að taka því. Þannig hafi Nick Ayers, starfsmannastjóri varaforsetans Mike Pence, til að mynda afþakkað starfið. Chris Christie, fyrrum ríkisstjóri New Jersey, hafnaði svo gert það saman.

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
HEIMILISTÆKI
Til sölu lítið notuð uppþvotta vél 45 sm. breið Uppl. í síma 892-1525...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...