Fimmta fórnarlambið látið

„Strassborg er sterkari en hatrið,“ stendur á skiltinu sem einn …
„Strassborg er sterkari en hatrið,“ stendur á skiltinu sem einn þátttakenda í minningarathöfn um fórnarlömb árásarinnar heldur á. Fimmta fórnarlambið lést í dag af sárum sínum. AFP

Tala lát­inna eft­ir skotárás á jóla­markaði í Strass­borg á þriðju­dag er kom­in upp í fimm, en fimmta fórn­ar­lambið lést af sár­um sín­um í dag. Ellefu til viðbót­ar særðust í árás­inni.

„Bróðir minn Barto Pedro Orient-Niedzielski var að skilja við. Hann þakkar ykkur kærleikann og styrkinn sem þið hafið veitt honum,“ skrifaði bróðir Orient-Niedzielski, sem var frá Póllandi, á Facebook.

Árás­armaður­inn, Cherif Chekatt, var felld­ur af lög­reglu í fimmtudag en hann hafði þá verið á flótta frá því hann framdi ódæðis­verkið.

Franska lög­regl­an handtók for­eldra hans, tvo bræður, og þrjá til viðbótar sem voru nánir Chekatt. Greint var hins vegar frá því í gær að fjölskylda Chekatts hefði verið látin laus, en að hinir þrír væru enn í haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert