Sprenging í veitingahverfi í Japan

Ljósmynd sem notandinn しょうた birti á Twitter-síðu sinni í kjölfar …
Ljósmynd sem notandinn しょうた birti á Twitter-síðu sinni í kjölfar sprengingarinnar. Ljósmynd/Af Twitter

Risasprenging varð á tólfta tímanum í veitingahúsahverfi í japönsku borginni Sapporo. Ekki liggur hvað orsakaði sprenginguna en miklar skemmdir urðu á húsum í hverfinu og hafa að minnsta kosti 20 verið fluttir særðir á sjúkrahús.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið segir að lögregla hafi lokað hverfinu af ótta við frekari sprengingar. Húsin sem urðu fyrir sprengingunni eru bæði veitingahús og íbúðarhús. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af slökkviliðsmönnum að berjast við elda innan um miklar húsarústir vegna sprengingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert