Stór jarðskjálfti í Indónesíu

Jarðskjálfti upp á 6,1 reið yfir héraðið Papúa í Indónesíu ...
Jarðskjálfti upp á 6,1 reið yfir héraðið Papúa í Indónesíu í dag. Kort/usgs.gov

Jarðskjálfti að stærð 6,1 reið yfir héraðið Papúa í austurhluta Indónesíu á tíunda tímanum í morgun að íslenskum tíma. Skjálftinn varð um 158 kílómetra suðvestur af höfuðborg héraðsins Jayapura og voru upptök hans á 61 kílómetra dýpi.

Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans og engar upplýsingar hafa borist um mannföll.

Í september reið annar stór skjálfti yfir landið, en sá var 7,5 að stærð og var við borgina Palu á Sulawesi-eyju. Kom flóðbylgja í kjölfarið og létust 2.200 manns.

mbl.is
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...