Vill trúverðuga rannsókn á morðinu

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir trúverðugri rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl. Sagði hann nauðsynlegt að trúðverðug rannsókn ætti sér stað og að þeir sem væru fundnir sekir myndu sæta refsingu.

Guterres tók fram að hann hefði engar upplýsingar um málið, aðrar en þær sem kæmu fram í fjölmiðlum.

Khashoggi sem var sádi-arabískur ríkisborgari skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið Washington Post þar sem hann hafði meðal annars gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu.

Samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi kom 15 manna teymi frá Sádi-Arabíu til Istanbúl til að myrða Khashoggi. Hafa yfirvöld í Tyrklandi óskað eftir framsali fjölda manns vegna þessa, en Sádí-Arabía hefur neitað því hingað til. Hafa yfirvöld í konungsdæminu hins vegar handtekið 21 einstakling í tengslum við morðið.

Hefur krónprinsinn Mohammed bin Salman ítrekað verið tengdur við skipulag morðsins, en því hefur ítrekað verið neitað af konungdæminu.

mbl.is
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...